Bílasala fer rólega af stað
Sala á nýjum bílum fer rólega af stað á þessu nýja ári. Fjöldi nýskráninga fólksbíla fyrstu þrjár vikur ársins er 31,5% minni samaborið við sama tímabil í fyrra. Nýskráningar það sem af er árinu eru 367 bílar en voru á sama tíma í fyrra 536.Bílar til almennra notkunar er 71,1% en 28% til ökutækjaleikga að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Hlutdeild nýskráninga eru rúmar 60% í nýokrubílum. Rafmagnsbílar eru með 25% hlutdeild, hybridbílar 20,7% og tengiltvinnbílar 15,3%. Nýskráningar jarðefnaeldsneytis bílar erum rúmar 22% í dísilbílum og 16,6% í bensínbílum.
Þegar rýnt er í einstakar bílategundir eru þær flestar í Toyota, alls 61, sem er um 16,6% hlutdeild á markaðnum. Næstflestar eru þær í Dacia, alls 48 bílar, í Land Rover 26 og 24 í Hyundai.