Bílasala í Evrópu dróst saman í september
Framan af árinu bárust fréttir að því að bílasala í Evrópu væri með ágætum og bílaframleiðendur kættust og voru bjartsýnir á framhaldið. Ekki er allt gull sem glóir því í sölutölur fyrir september gefa til kynna að samdrátt sem nemur 2%.
Sérfræðingar hafa komið fram með ýmsar skýringar sem valda þessum afturkipp en helsta ástæðan er talin vera Brexit, úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Á Bretlandseyjum dróst bílasala um hátt í 10% í síðasta mánuði sem er einn stærsti bílamarkaður í Evrópu.
Mjög góð sala bifreiða var í Evrópu fyrstu átta mánuði ársins og þrátt fyrir samdráttinn í september er aukningin í heild sinni það sem af er árinu um 4%. Hátt í 13 milljónir bíla hafa selst en í september mánuði einum seldust ein og hálf milljón bifreiða.