Bílasala í Kína áfram á niðurleið
Bílasala í Kína hefur verið á niðurleið samfleytt í18 mánuði í röð eftir því sem fram kemur í tölum frá samtökum í bílaiðnaði þar í landi. Bílasala í Kína var 8,2% minni 2019 en árið þar á undan.
Bílaframleiðendur hafa af vonum miklar áhyggjur af þessari þróun á stærsta bílamarkaði í heiminum. Minni hagvöxtur í Kína er talin megin ástæða fyrir samdrætti í bílasölu.
Flestir bílaframleiðendur heims selja bíla í Kína og hjá flestum þeirra er Kína þeirra stærsti markaður. Það gæti því orðið mikið högg fyrir þá ef markaðurinn í Kína heldur áfram að minnka. Sérfræðingar eru á einu máli um að það myndi hleypa auknu lífi í bílasölu að nýju ef draga myndi úr spennu í viðskiptum milli Kína og Bandaríkjanna.