Bílasýningin í Frankfurt á nýjan stað
Allt bendir til að hin heimsfræga bílasýning í Frankfurt hefur sungið sitt síðsta. Aðsóknin á þessa bílasýning hefur hríðfallið undanfarin ár en á síðastu sýningu keyrði um þverbak. Þá fækkaði gestum um 30%, en aðeins rúmlega fimm hundruð þúsund gestir lögði leið sína á sýninguna. Það er ástæða þess að ákveðið hefur verið að blása til sóknar og reyna þess í stað við nýja borg fyrir 2021 sýninguna.
Þrjár borgir koma rtil skoðunar, Hamborg, Berlín og Munchen eru komnar á listann sem mögulegar borgir. Breyta á uppsetningu sýningarinnar frá grunni og er tilgangurinn eini að lækka kostnaðinn.
Forsvarsmenn sýningarinnar í Frankfurt hafa notið stuðnings frá borgaryfirvöldum í gegnum tíðina. Nú er fjárþörfin meiri en áður en borgaryfirvöld í Frankfurt finnst nóg komið þrátt fyrir mikið auglýsingagildi sem borgin hefur notið.
Sýningarhaldarar á hinum árlegum sýningum í Genf og París hafa líka horft upp á fækkun gesta síðustu ár en bera þá von í brjósti að viðsnúningur verði í þeim efnum á þessu ári.
Ekki er er víst að beinn flutningur komi sýningunni, sem haldin hefur verið árlega í Frankfurt, á beinu brautina aftur. Tíminn einn einn verður að leiða það í ljós. Bílasýningin í Frankfurt hefur í tugi ára verið mikilvægur sölu- og markaðsvettvangur fyrir bílaframleiðendur.
Það kostar bílaframleiðendur gríðalega upphæðir að taka þátt í bílasýningum. Áhugi þeirra hefur farið þverrandi á síðustu árum. Á síðustu sýningu í Frankfurt vantaði marga af stærstu bílaframleiðendum heims.
Til hvaða ráða hafa bílaframleiðendur gripið til að kynna og koma sinni vöru á markað, Jú, Netið er sterkur miðill ef þannig má á orði komast og það kostar ekkert í líkingu við þátttöku á stórri og virktri bílasýningu. Nú þegar er hægt að streyma í beinni útsendingu til alþjóðlegra nethópa á lægri kostnaði.