Bílasýningin í Genf flautuð af vegna kórónaveirunnar
Svissnesk stjórnvöld tóku þá ákvörðum um helgina að flauta af stærstu bílasýning heims í Genf vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Forsvarsmenn sýningarinnar sögðu þetta óhjákvæmlega ákvörðum eins og ástandið væri orðið.
Sýna átti um þúsund bíla á þessari heimfræguheimsfrægu bílasýningu sem átti að hefjast á fimmtudaginn kemur. Sýningin að þessu sinni var merkileg fyrir þær sakir en þetta átti að verða í 90. skipti sem sýningin hefði verið haldin og gerðu sýningahaldarar sér vonir um að yfir 600 þúsund manns hefðu sótt hana.
Yfir 150 heims- og Evrópufrumsýningar áttu að verða á bílum á sýningunni sem standa átti til 15. mars.