Bílasýningin í Genf opnuð í morgun

http://www.fib.is/myndir/SmartCrosstown.jpg
Smart Crosstown. 

Bílasýningin í Genf hófst í morgun þegar dyrnar voru opnaðar fyrir blaðamönnum kl. 6.30. Genfarsýningin er sú sýning sem bílaframleiðendur á Evrópumarkaði sýna helst nýjar hugmyndir og hugmyndabíla og kanna viðbrögð sýningargesta, bæði almennings sem og blaða- og fréttafólks.
Kynningarfundir hófust í tengslum við sýninguna eldsnemma í morgun. Þannig hófst morgunverðarfundur hjá Audi kl. 7.45 þar sem m.a. var kynnt nýjasta gerð Audi A6 Allroad Quattro og nýi jeppinn Q7 sem var víst heimsfrumsýndur í Listasafni Reykjavíkur sl. haust. Stundarfjórðungi síðar hófst fundur hjá Smart þar sem kynntur var hugmyndarbíllinn Crosstown ásamt öðrum velþekktum útfærslum tveggja manna borgarbílsins Smart Fortwo. Crosstown er reyndar ekki nýr hugmyndarbíll því að hann var fyrst sýndur á Frankfurtsýningunni sl. haust.
Menn voru mjög brattir hjá Smart í morgun og slagorð sýningarsvæðis Smart er -Smart forward, eða -Áfram Smart en framleiðslan hefur aldrei skilað hagnaði þótt það muni líklega breytast eftir mikinn niðurskurð og rekstrarbreytingar á síðasta ári og umtalsverða söluaukningu.
http://www.fib.is/myndir/AudiA6AQ.jpghttp://www.fib.is/myndir/FiatHummer.jpg
Audi A6 Quattro og stór torfærubíll frá Fiat, báðir sýndir í Genf.