Bílaviðskiptafræðingar útskrifaðir í Danmörku
Skyldi hann þessi vera bílaviðskiptafræðingur?
Kennsla í framhalds- og háskólum í Danmörku hófst sl. föstudag. Þá byrjuðu einmitt 26 nýir nemendur í sérhæfðri bílaviðskiptafræði. 15 þeirra nema fræðin í Árósum en 11 í Lyngby, útborg Kaupmannahafnar.
Kennsla í bílaviðskiptafræði hófst í Árósum árið 2001 og voru fimm í fyrsta námshópnum. Það er svo í fyrsta sinn nú sem hægt er að nema bílaviðskiptafræði á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu en eftirspurn efti þessum námsmöguleika hefur verið mikil þar bæði af hálfu bílgreinanna og námsmanna.
Elly Kjems Hove frá danska bílgreinasambandinu segir í samtali við Motormagasinet að allir sem lokið hafa bílaviðskiptafræðináminu hingað til hafi fengið starf en þeir eru ríflega hundrað talsins. Bílaviðskiptafræðingarnir séu eftirsóknarverðir starfskraftar enda hafi þeir aflað sér góðrar alhliða þekkingar á rekstri bílafyrirtækja og góðir, vel menntaðir starfsmenn séu lykilatriði í því að bílgreinarnar nái að vaxa og dafna í framtíðinni.