Bíll ársins 2013 á Íslandi
Mercedes-Benz A er Bíll ársins 2013 á Íslandi. Tilkynnt var um þetta við afhendingu Stálstýrisins í sal Blaðamannafélags Íslands síðdegis á föstudag.
Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, sem stendur að valinu. Þetta er í sjöunda sinn sem félagið veitir Stálstýrið, sem er verðlaunagripurinn sem Bíll ársins hlýtur ár hvert.
38 bílar voru tilefndir að þessu sinni í þremur flokkum; fólksbílaflokk, jeppum og jepplingum og vistvænum bílum.
Eftir prófanir stóðu eftir níu bílar sem komust í úrslit. Í fólksbílaflokki voru það Mercedes-Benz A, Volvo V40 og Audi A6. Í jeppa- og jepplingaflokki Hyundai Santa Fe, Range Rover Evoque og Audi Q3. Í flokki vistvænna bíla komust í úrslit Peugeot 508 RXS, Opel Ampera og Lexus GS 450h.
Dómnefnd tóku þessa níu bílanna til kostanna með prófunum. Þar var meðal annars tekið mið af hönnun, öryggi, aksturseiginleikum og verði.
Niðurstaða dómnefndar var sú að nýr Mercedes-Benz A væri þess verðugur að teljast bíll ársins á Íslandi. Um er að ræða gerbreyttan og í raun alveg nýja gerð af minnsta fólksbíl Mercedes-Benz. Bíllinn er vel búinn í grunninn og státar af einstaklega fínstilltum aksturseiginleikum. Verð á honum er frá 4,6 milljónum króna.
Sigurvegari í flokki varð jeppa- og jepplinga var ný kynslóð Hyundai Santa Fe. Í flokki vistvænna bíla stóð Lexus GS 400h tvinnbílinn uppi sem sigurvegari.