Bíll ársins 2014 á Íslandi

Bandalag íslenskra bílablaðamanna BÍBB kynnti í gær að bíll ársins 2014 er Skoda Octavia. Octavia hlaut flest stig valnefndarinnar eða 742. Næst flest stig hlaut Tesla S og í þriðja sæti varð VW Golf með 701 stig.

http://www.fib.is/myndir/Billars13-2.jpg
Ragnar Borgþórsson tv. tekur við Stálstýrinu af
Guðjóni Guðmundssyni.
http://www.fib.is/myndir/Billars13-4.jpg
Valnefndin. F.v. Guðjón Guðmundsson, Jó-
hannes Reykdal, Sigurður Már Jónsson,
Finnur Orri Thorlacius Róbert Runólfsson,
Malín Brand, Njáll Gunnlaugsson og Ró-
bert Róbertsson.
http://www.fib.is/myndir/Rob.Tesla.jpg
Blm. FÍB mátar farangursgeymsluna í Tesla S.

Þeir bílar sem í úrslit komust voru aðgreindir í þrjá flokka: 1. Minni fólksbíla. 2. Stærri fólksbíla. 3. Jeppa og jepplinga.

Í flokki minni fólksbíla varð VW Golf efstur með 701 stig. Næstur var Renault Clio með 649 stig og þriðji varð Nissan Leaf með 642 stig.

Í flokki stærri fólksbíla varð Skoda Octavia efstur með 742 stig. Næst kom Tesla S með 706 stig og loks Lexus IS3300h með 699 stig.

Í flokki jeppa og jepplinga varð Honda CRV efstur með 682 stig. Næstur varð Toyota RAV4 með 563 stig og loks Ford Kuga með 555 stig.

Útnefningin á bíl ársins fór fram síðdegis í gær í veitingahúsinu Nauthóli með tilstyrk Bílgreinasambandsins og Frumherja. Frumherji léði einnig aðstöðu í skoðunarstöðinni við Hestháls til að skoða úrslitabílana. Ennfremur léði Kvartmíluklúbburinn BÍBB keppnisbraut sína og aðra aðstöðu í Kapelluhrauni án endurgjalds.

Formaður BÍBB, Guðjón Guðmundsson setti hátíðina í Nauthóli í gær, en aldursforseti þeirra sem reglulega fjalla um bíla; Jóhannes Reykdal, lýsti kjöri bíls ársins 2014. Hann fjallaði í ávarpi sínu um störf og ekki síst starfsaðstæður bílablaðamanna og sérstaklega nýlegar breytingar á reglugerð sem heimila blaðamönnum akstur forskráðra bíla á rauðum númerum. Þessar breytingar takmarka mjög möguleika blaðamanna til að reynsluaka bílunum frá því sem áður var. Jóhannes líkti þessu við það að blaðamaður sem fjallar um leiksýningu sé neyddur til að fylgjast með sýningunni með tjöldin dregin fyrir að miklu leyti, eða að blaðamaður sem gagnrýna ætti bók, yrði skikkaður til að lesa aðeins aðra hverja blaðsíðu í henni.

Blaðamennirnir sem völdu bíl ársins að þessu sinni fjalla allir um bíla að staðaldri í alla helstu fjölmiðla landsins, einkum prent- og Netmiðla. Fulltrúi FÍB í valnefndinni var Róbert Runólfsson.