Bíll frá Eric Clapton boðinn upp
Í frétt á heimasíðu hins konunglega breska bílaklúbbs; RAC er greint frá því að Ferrari bíll sem Eric Clapton gítarleikari og söngvari eitt sinn átti, verði boðinn upp á fornbílahátíð mikilli á Silverstone kappaksturssvæðinu þann 23. júlí nk.
Eric Clapton sérpantaði þennan bíl hjá Ferrari á sínum tíma og fékk í hann ýmsan búnað eins og mjög góð hljómtæki, sérstyrkta hemla, hálfsjálfvirkan Formúlu 1 gírkassa, V12 vél og annað fleira smálegt. Bíílinn fékk hann svo afhentan árið 2003. Hann er gulur að lit, af gerðinni Ferrari 575M Gialio Fly og er sagður komast á yfir 300 km hraða á klst.
Tveir Ferrarimenn, Michael Schu-macher og Eric Clapton. |
Eric Clapton hefur ekki átt bílinn alla tíð, því hann seldi hann fyrir nokkru plötusnúðnum og útvarpsmanninum Chris Evans á Radio 2 í Bretlandi.