Bíll sem getur myndað tilfinningasamband ökumanns og bíls
Á bílasýningunni sem hefst í Tokyo í vikunni mun Toyota frumsýna nýjan bíl af gerðinni LQ en hann er sagður þeim kostum gæddur að geta myndað tilfinningasamband ökumanns og bílsins sjálfs.Umræddur bíll hefur yfir að ráða tækni til sjálfaksturs og gervigreindarbúnaði sem á að auka meiri samvinnu við ökumanninn.
Um algeran þróunarbíl er um að ræða þar sem tækninni er beitt til hins ýtrasta. LQ er önnur kynslóð hugmyndarbílsins ,,concept-i, en hann kom fram á rafeindasýningu í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan. Bíllinn inniheldur einnig aukinn „head-up“ skjá LQ sem er aukinn veruleika sem sýnir akstursupplýsingar bílsins svo sem aðvaranir um akrein, vegskilti og leiðsögn án þess að ökumaðurinn þurfi að líta undan götunni.
Á sýningunni í Tokyo mun Toyota ennfremur sýna e-Palette sem verður notuð til að flytja íþróttamenn og starfsfólk á milli staða á ólympíuleikunum og á ólympíumóti fatlaðra sem haldin verða í japönsku höfuðborginni á næsta ári.
Í þessari umræðu allri má geta þess að Euro NCAP lét vinna könnun í fyrra þar sem fram kom að enginn bíll á markaðnum býður upp á fulla sjálfvirkni. Bílar á markaðnum í dag veita ökumanni ákveðna aðstoð og það má ekki rugla því saman við sjálfvirkan akstur. Ökumaðurinn er fullkomlega ábyrgur fyrir öruggum akstri. Ef þessi tækni er notuð rétt getur hún hjálpað að viðhalda öruggri fjarlægð, hraða og vera innan akreinar. Þessa tækni ætti ekki að nota í aðstæðum sem þau eru ekki hönnuð fyrir og ekki heldur til að treysta á sem öruggan valkost fyrir akstur. Tækninni fleytir fram í þessum efnum eins og Toyota ætlar að sýna með kynningunni á LQ.