Bíll Stalíns í Svíþjóð

http://www.fib.is/myndir/Stalinsbill.jpg
ZIS 110. Á svona bíl ferðaðist Jósef Stalín Sovétleiðtogi.


Jósef Stalín hinn einvaldi leiðtogi Sovétríkjanna lét aka sér um í stórum kagga, rækilega brynvörðum, af gerðinni ZIS 110 eins og honum þóti hæfa sér sem einum valdamesta ríkisleiðtoga heims.

Sérstök bílaverksmiðja sem Stalín lét setja á fót og kenndi við sjálfan sig, byggði ZIS 110 bílana sem voru eingöngu ætlaðir æðstu ráðamönuum Sovétríkjanna og helstu broddum kommúnistaflokksins. Flestir bílanna voru flestir rækilega brynvarðir og því mjög þungir. Eigin þyngd þeirra var 2,8 tonn en með brynvörninni fór þyngdin upp í allt að 5,3 tonn.

Verksmiðjan hét Zavod Imeni Stalina og hófst smíði ZIS 110 í júlí 1944. ZIS bílarnir voru eftirlíking af  bandaríska viðhafnarbílnum Packard Senior 180 frá 1942. Vélin er risastór átta strokka línuvél og við hana þriggja gíra gírkassi. Fyrstu fimm ZIS bílarnir voru svo fullbyggðir árið 1945. Framleiðslan lagðist svo af árið 1958 en þá höfðu alls verið byggð 2083 eintök af ZIS 110. Allir voru bílarnir memira og minna handsmíðaðir.

Þegar Stalín þurfti að bregða sér bæjarleið eða skreppa milli húsa lét hann aka sér í þessum bílum. Hann hafði fimm ZIS 110 bíla til umráða og voru allir sendir af stað og í fjórum þeirra voru brúður með útliti Stalíns hafðar í aftursætinu til að villa um fyrir hugsanlegum tilræðismönnum.

Bíllinn sem nú er verið að gera upp er einn þessara fimm bíla Stalíns. Hann er í eigu manns, Johan Berg að nafni. Johan byrjaði á því að reyna að hafa upp á viðhafnarbíl Stalíns eftir fall Sovétríkjanna og var búinn að fara um Rússland þvert og endilangt þegar hann fékk spurnir af þessum bíl í Tallin í Eistlandi sem var þá í lélegu ástandi.

Aeins sjö þessara bíla eru til á Vesturlöndum nú eftir því sem best er vitað. Þrír eru í Finnlandi, þrír í Bandaríkjunum og svo Stalínsbíllinn í Järfälla sem er útborg Stokkhólms.