Blæðir helst úr ársgömlu eða tveggja ára gömlum klæðingum

Rann­sókn á slys­inu í Öxnadal sl. föstudag er um­fangs­mik­il og stend­ur enn yfir. Rúta með 22 erlenda ferðamenn valt á heiðinni. Nokkrir farþegar fengu aðhlynningu á sjúkrahúsi á Akureyri og enn aðrir voru fluttir til Reykjavíkur.

Í tilkynningu um slysið kom fram að rannsókn á slysi sem þessu er mjög viðamik­il og miðar að því að leiða í ljós or­sak­ir slyss­ins. Vett­vang­ur er m.a. ljós­myndaður, myndaður úr lofti með drón­um, skannaður með þrívídd­arsk­anna, mæld­ur upp og dreif­ing braks skrá­sett. Veg­ur­inn sjálf­ur er rann­sakaður, yf­ir­borð hans skoðað, veg­axl­ir, merk­ing­ar og þess hátt­ar. Þá er öku­tækið sjálft rann­sakað gaum­gæfi­lega, hjól­b­arðar, stýris­búnaður, hemla­búnaður og öku­riti. Ástand og staða ör­ygg­is­belta er kannað o.s.frv. Ástand öku­manns er ætíð kannað sér­stak­lega, rétt­indi hans og reynsla,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Vis­bend­ing­ar eru um að hluti farþega hafi ekki verið í ör­ygg­is­belt­um þegar rút­an valt og sé það hluti af rann­sókn­inni að upp­lýsa um það.Sama dag og slysið varð varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn slyssins. Nefndin getur ekki geta tjáð sig um einstaka atriði sem varpað gætu ljósi á orsök slyssins. Það verði aðeins gert með skýrslugerð sem birtist síðar.

Blæðingarnar verða í miklum hita og þeim kringumstæðum er tilmælum beint til ökumanna að draga úr hraða þegar þeir mætast. Ennfremur er ökumönnum bent á að skoða dekkin áður en haldið sé í langfærð og hreinsa þau með dekkjahreinsi ef vart verði við tjöru.

Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, var inntur eftir því til hvaða ráða væri gripið þegar blæðingar í vegum eiga sér stað. Eins hvaða þættir eru að valda þessu.

Snúið hvað veldur þessum sumarblæðingum 

,, Við söndum vegina og vörum við með merkingum um hált ástand og þess vegna grjótkast og tökum hraðann niður með skiltum. Það hefur reynst snúið að finna nákvæmlega hvað veldur þessum sumarblæðingum og það sama á við félaga okkar í nágrannalöndum þar sem þetta gerist líka. Blæðingar eiga sér stað í klæðingu og skiptir hitastig og sólskin mestu máli en þá gerist þetta helst og þá í sambandi við umferðina, því meiri umferð því meiri lýkur á blæðingu. Til þess að leggja út klæðingu eru sett efni, lífolía, í bikið til að mýkja það og fleiri efni reyndar líka. Það eru þau efni sem valda blæðingunum. Það blæðir helst úr ársgömlu eða tveggja ára gömlum klæðingum,“ sagir G. Pétur Matthíasson.