BMW fer í mikla uppbygginu á verksmiðju sinni í München
Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur ákveðið að fjárfesta fyrir jafnvirði 711 milljónir bandaríkjadala í uppbyggingu á bílaverksmiðju sinni í München. Ennfremur hefur verið tilkynnt að frá byrjun árs 2028 verði eingöngu í verksmiðjunni framleiddir rafbílar.
Byggðar verða fjórar risabyggingar í þessum tilgangi, auk þess sem sett verður upp nýtt færibanda- og verkstæði af fullkomnustu gerð.