BMW með áhuga á De Tomaso
Í bílaheiminum í Evrópu er nú sterkur orðrómur um að BMW sé að kaupa þrotabú sportbílaframleiðandans De Tomaso á Ítalíu af ítalska ríkinu. Gert verði út um málið í næsta mánuði. De Tomaso var lýst gjaldþrota í júlí sl. Ekki er ljósst hvað BMW hyggst fyrir með fyrirtækið.
De Tomaso hefur lengi átt í erfiðleikum en í fyrra tók hópur fjárfesta fyrirtækið yfir og ætlaði að endurlífga merkið og gera stóra hluti. Nýr hugmyndarbíll var kynntur; De Tomaso Deauville auk áforma um nýjan jeppling, en áður en framleiðsla gat hafist, kláruðust peningar og óskuðu eigendur eftir gjaldþrotaskiptum í júlí sl. Gjaldþrotið í júlí sl. er annað gjaldþrot De Tomaso á átta árum.
De Tomaso Automobili SpA var stofnað í Modena á N. Ítalíu árið 1959. Stofnandinn var hinn argentínski Alejandro de Tomaso (1928–2003) in Modena in 1959. Fyrirtækið byggði í fyrstunni frumgerðir nýrra bíla fyrir ýmsa framleiðendur sem og sérbyggða kappakstursbíla, þar á meðal Formúlu 1 bíla fyrir Williams liðið. Þá hóf De Tomaso að framleiða sportbíla og lúxusbíla og á árunum 1976 til1993 átti De Tomaso hið sögufræga bílamerki, Maserati. Og á árunum 1973-1993 átti De Tomaso mótorhjólamerkið Moto Guzzi.