Borgartollar breiða úr sér
Bíleigendur í Lundúnum þurfa nú að borga oftar og víðar fyrir það að aka um stórborgina. Bæjarstjórnin hefur tvöfaldað gjaldsvæðið með stækkun í vestur. Nýju bæjarhlutarnir sem bætast við eru Notting Hill, Kensington, Chelsea og Knightsbridge. Gjaldið er óbreytt 8 sterlingspund (um 1.040 íslenskar krónur) fyrir að aka inn eða út af svæðinu. Gjaldtíminn er styttur um 30 mínútur og verður frá kl. 7 fyrir hádegi til 6 síðdegis - þannig að leikhúsgestir sleppa við að borga.
Í Stokkhólmi er verið að undirbúa endurupptöku á gjaldtöku af bílum sem aka um miðborgina en gerð var tilraun með gjaldtöku á fyrri helmingi ársins 2006. Endanleg dagsetning er ekki komin en talið að gjaldtakan muni hefjist 1. júlí næst komandi. Gjaldið á að vera það sama og 2006 eða 10 til 20 sænskar krónur (um 95 til 190 íslenskar krónur) eftir því á hvaða tíma er ekið. Á kvöldin og um helgar verður ekki innheimt miðborgargjald. Í fyrstu er hugmyndin að rukka ekki gjald af erlendum ferðamönnum.