Bresku ráðuneytin auka rafbílanotkun

Stjórnvöld víða um heim hafa sett sér há markmið í umhverhverfismálum á næstu árum. Ríkisstjórnir hafa nú þegar tekið ákvörðun um að jafnt og þétt verði rafbílar teknir í notkun á vegum ríkisins. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa komið óformum sínum á framfæri  og nú á dögunum var tilkynnt að allir breskir ráðuneytisbílar verði hreinir rafbílar fyrir 2030.

Bresku ráðuneytin hafa jafnt og þétt á síðustu árum verið að taka inn rafbíla í sína þjónustu og verða þeir orðnir um fjórðungur bílaflotans eftir þrjú ár.


Í vor var ákveðið að innheimta gjald af eldri bifreiðum sem menga meira en nýrri tegundir í miðborg London. Markmið nýju reglnanna er að draga úr mengun en London hefur glímt við mikla loftmengun sem fer reglulega yfir heilsuverndarmörk eins og fleiri evrópskar borgir.

Gjaldið sem tekið er af ökumönnum bíla sem falla undir reglurnar er 12,50 pund, jafnvirði tæpra tvö þúsund íslenskra króna. Samgönguyfirvöld í London áætla að ökumenn um 40.000 bíla verði rukkaðir á dag.