Bretar ánægðastir með Jaguar

Samkvæmt nýrri könnun JD Power eru breskir eigendur bifreiða af tegundinni Jaguar ánægðustu bifreiðaeigendurnir. Eigendur Chevroletbíla er hins vegar þeir óánægðustu. Undanfarin 11 ár hafa Lexxus-eigendur verið ánægðastir með farartæki sín, en nú hefur semsé Jagúarinn velt Lexusinum úr efsta sætinu.

Könnunin var gerð meðal 17.600 Breta sem höfðu eignast bíla sína nýja á tímabilinu janúar 2009 til desember 2010. Hún náði til flestra þátta eignarhalds og reksturs bílsins, eins og hversu góður hann er og vandaður, hversu bilanagjarn og til viðmóts og þjónustu söluumboðs og þjónustuverkstæða. Svörin eru síðan reiknuð upp í nokkurskonar ánægjuvísitölu sem spannar kvarðann 0-1000. Jaguar er í efsta sætinu sem tegund en næstu tegundir á eftir eru Lexus í öðru sætinu og Skoda í því þriðja.

Nokkuð er misjafnt hvernig einstakar gerðir raðast á ánægjulistana, en áberandi er hversu ánægðir eigendur Kia Sportage eru með bíla sína því hann er í efsta sætinu næst á undan Jaguar XF og Toyota Prius. Neðsti bíll á þessum lista yfir einstakar gerðir er svo Vauxhall Vectra.

Hér má svo sjá lista yfir 10 efstu bíla og hversu mörg vísitölustig eru að baki hverju sæti:

Bílategundir

-meðal stig 770

1 Jaguar, 828
2  Lexus, 801
3  Skoda, 801
4  Honda, 797
5  Mercedes, 794
6  Toyota, 793
7  Audi, 786
8  Volkswagen, 781
9  Volvo, 779
10 BMW, 778
10: Nissan, 778
11:
11 Land Rover, 774
12 Kia, 769
og Seat, 769
13: Mini, 768
14: Ford, 765
15: Mazda, 763
og Peugeot, 763
16: Alfa Romeo, 762
17: Citroën, 760
og Hyundai, 760
18: Mitsubishi, 757
19: Renault, 756
20: Suzuki, 753
21: Fiat, 748
22: Vauxhall, 747
23: Chevrolet, 713

Einstakar gerðir

1: Kia Sportage
2: Jaguar XF
3: Toyota Prius
4: Skoda Superb
5: Mercedes E-klass
6: Toyota iQ
7: Honda Jazz
8: Volkswagen Passat CC
9-10: Lexus IS
og Toyota Avensis

109: Peugeot 107
110: Ford Galaxy
111: Mitsubishi Colt
112: Fiat Grande Punto/Punto Evo
113: Renault Clio
114: Ford Ka
115: Suzuki Alto
116: Chevrolet Matiz
117: Nissan Pixo
118: Vauxhall Vectra