Bretar lækka eldsneytisskatta
Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka skatta á hvern bensínlítra um eitt pence eða sem svarar til 11 króna. Fjármálaráðherra Bretlands; George Osbourne tilkynnti þetta á breska þinginu í morgun.
Fjármálaráðherrann sagði að þetta væri gert til að glæða dauflegt efnahagslíf þjóðarinnar og líkti aðgerðinni við það að dæla bensíni á geyma efnahagslífsins sem væru að verða tómir. Greinilegt er að ríkisstjórnin vill freista þess að koma enn meira lífi í hlutina því að ráðherrann tilkynnti líka um að tekjuskattar á lág- og militekjufólk yrði sömuleiðis lækkaðir sem og skattar á fyrirtæki.