Bretar rannsaka útblástur Jeep Grand Cherokee
Í kjölfar þess að bandaríska umhverfisstofnunin EPA sakaði Fiat Chrysler um að hafa komið fyrir svindlhugbúnaði í dísilgerðum Jeep Grand Cherokee sem fegrar útblástursgildi bílanna þegar þeir eru mengunarmældir, hafa bresk stjórnvöld ákveðið að taka einn eða fleiri þessara bíla til sérstakrar rannsóknar. Reuters fréttaveitan greinir frá þessu. (sjá nánar hér).
Talsmaður breska samgönguráðuneytisins sagði við Reuters í gær að búið væri að gefa rannsóknateymi fyrirmæli um að hefja þessa rannsókn hið allra fyrsta.
Þeir bílar sem um ræðir eru sem áður segir Jeep Grand Cherokee af árgerð 2014-1016. Á skrá í Bretlandi eru slíkir bílar 3.700 talsins.