Breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í vændum
Breytingar verða gerðar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík innan tíðar. Áður en farið verður að innheimta gjald í samræmi við tillöguna verður komið upp viðeigandi merkingum og greiðslubúnaði þar sem þörf er á. Breytingarnar verða kynntar vel áður en gjaldskylda verður tekin upp.
Minnt er á að íbúar á gjaldskyldum svæðum eða í næsta nágrenni þeirra (búsettir innan íbúakortasvæða) geta sótt um íbúakort að uppfylltum vissum skilyrðum. Íbúakort gefur handhafa þess heimild til þess að leggja bifreið sinni án endurgjalds á gjaldskyldu svæði innan gildissvæðis korts síns.
Einkum er um að ræða stækkun á gjaldsvæði 2 en talningar frá því árslok 2023 sýna mikla og stöðuga nýtingu bílastæða á jöðrum núverandi gjaldsvæða.
Meira um íbúakortin og svæðin sem um ræðir https://reykjavik.is/.../breytingar-gjaldsvaedum-bilastaeda