Breytingar á reglum um akstur í hringtorgum í bígerð
Verði nýtt umferðarlagafrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi samþykkt verður forgangur þeirra sem aka á innri hring hringtorga lögfestur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB var inntur eftir skoðun félagins á málinu og sagði Runólfur að hann teldi eðlilegt að ökumenn á ytri hring hringtorga fái forgang fram yfir þá sem aka á innri hring. Það yrði í samræmi við það sem tíðkast í mörgum Evrópulöndum.
Í frumvarpinu fá ökumenn á innri hring tveggja akreina hringtorga forgang fram yfir þá sem aka á ytri hring. Þetta sé andstætt því sem þekkist í nágrannalöndunum en í samtali við Runólf Ólafsson í Fréttablaðinu segir hann þá fyrirætlan stjórnvalda að lögfesta forgang innri akreinar dæmi um skort á víðsýni.
Fram kemur að athugasemdir bárust við þessa grein frumvarpsins en ekki tekið tillit til þeirra, ólíkt margra annarra athugasemda.
Hér má sjá umfjöllun um málið í fréttatíma Stöðvar 2.