Bridgestone í landvinningum

The image “http://www.fib.is/myndir/Bridgestone.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Bridgestone dekkjaframleiðandinn er að reisa fjórðu verksmiðju sína í Kína. Framleiðsla í nýju verksmiðjunni, sem er í Guangdonghéraði, verður komin í fullan gang í janúar 2007. Bridgestone hefur fjárfest sem svarar tveimur milljörðum ísl. króna í nýju verksmiðjunni sem eingöngu mun framleiða dekk undir vörubíla og rútur. Afköstun verða fimm þúsund dekk á dag.
Verksmiðjan er reist til að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir dekkjum í Kína en bílum af öllu tagi fjölgar þar gríðarlega. Gunagdong verksmiðjan er sú fimmtugasta í eigu Bridgestone, en fyrirtækið framleiðir dekk í 23 löndum.