Brimborg fær viðurkenningu frá Volvo Cars
Brimborg var valin í Excellence club hjá Volvo Cars þriðja árið í röð fyrst allra landa. Ozge Ugurluel svæðisstjóri hjá EMEA Importers og Moris Bayar yfirmaður sölumála hjá EMEA Importers hjá Volvo Cars komu til landsins og afhentu verðlaunin í sýningarsal Volvo á Íslandi.
Brimborg fékk viðurkenninguna fyrir mestu sölu Volvo á Íslandi frá upphafi, eina mestu markaðshlutdeild Volvo markaði fyrir hágæða bíla i í heim, árangur í varahlutasölu og þjónustu á verkstæði og ásamt framúrskarandi heildaránægju viðskiptavina.