Búið að hægja á umferðinni og afkastageta verulega minnkuð

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur með fulltrúum fyrirtækja á Vestfjörðum stofnað samtök sem kallast Innviðafélag Vestfjarða. Guðmundur er jafnframt talsmaður félagsins. Á vefsíðu félagsins kemur fram að síðustu árum hafi nýsköpun, frumkvöðlastarf og nýjar atvinnugreinar stuðlað að miklum vexti á Vestfjörðum. Sterkir innviðir eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með tilheyrandi aukningu lífsgæða og framlagi til þjóðarbúsins. Að baki félaginu standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum sem öll vilja tryggja vöxt og velsæld samfélagsins.

Markmið félagsins að stuðla að bættri umræðu um innviði og uppbyggingu þeirra á Vestfjörðum

Félagið hefur það að markmiði að stuðla að bættri umræðu um innviði og uppbyggingu þeirra á Vestfjörðum. Það verður meðal annars gert með vefsíðu sem birtir skattafótspor Vestfjarða í t engslum við innviðauppbyggingu í landshlutanum. Innviðafélag Vestfjarða vill sterka framtíðarsýn og átak í uppbygginu innviða á Vestfjörðum til að styðja við áframhald efnahagsævintýrisins sem nú á sér stað. Nýjar leiðir til fjármögnunar, aukinn kraftur og forgangsröðun og samstarf atvinnulífs, íbúa og hins opinbera til að greiða niður innviðaskuldina á svæðinu og tryggja vöxt og velsæld fyrir alla.

Búið sé að greina skattafótspor vestfirskra fyrirtækja tíu ár aftur í tímann og þá sé einnig unnið að áætlun fyrir næstu tíu ár sem sýni fram á mikla aukningu skatttekna sem þjóðarbúið muni njóta frá Vestfjörðum.

Gagnrýnt bæði áform um Borgarlínu og vegakerfi Vestfjarða

Guðmundur hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar í tengslum við samgöngumál og hefur gagnrýnt bæði áform um Borgarlínu og vegakerfi Vestfjarða. Hann vill breyta umræðunni á þann veg að með innviðauppbyggingu á Vestfjörðum sé verið að auka skatttekjur til framtíðar, frekar en að veita einhverja ölmusu.

Guðmundur Fertram skilaði fyrir rúmu ári inn umsögn um samgönguáætlun til 2038 þar sem lagði fram hugmynd um svokallaða „Vestfjarðalínu“ sem myndi tengja byggðarlögin á Vestfjörðum með láglendisvegi við Vesturland og þar með höfuðborgarsvæðið. Slíkt myndi kalla á gerð þrennra jarðganga á því sem hann nefnir meginlínu og annars eins fjölda á svokallaðri hliðarlínu. Vestfjarðarlínan yrði nútíma gatnakerfi sem myndi leiðrétta „samgönguskuld“ á Vestfjörðum, að því segir í umsögn Guðmundar Fertrams.

Guðmundur kom fram í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark þar sem vega- og samgöngumál voru m.a. til umræðu. Í þætttinum sagði Guðmundur gríðarlegan mun á samgöngum í Reykjavík í dag og fyrir tíu árum síðan.

Samgöngur eru ekki jafn greiðari og þær voru

,,Ég held að við getum öll verið sammála um að samgöngur eru ekki jafn greiðari og þær voru. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að það er búið að hægja á umferðinni. Aðreinar og fráreinar eru færri, umferðarljósin eru fleiri og mjókka götur. Það er bara búið að minnka afkastagetu gatnakerfisins að einbeittum vilja. Ég heyrði að þarna væri búið að minnka afkastagetu um 15%. Á sama tíma hefur íbúum fjölgað mikið þannig að auðvitað er álgaið mikið meira á gatnakerfið. Fyrir um tíu árum síðan gerir ríkið samning við Reykjavíkurborg um að hætta uppbyggingu á stofnbrautum í Reykjavík. Sem sagt gerður samningur á milli Reykjavíkurborgar og ríkisstjórnarinnar um að Vegagerðin eigi ekki að fjárfesta neitt í götum í Reykjavík. Ekki gerðar neinar nýjar götur, engin undirgöng, ekki mislægð gatnamót. Nánast ekki neitt. Í staðinn setur ríkið pening í strætó á hverju ári. Síðan kemur í ljós að fólkið er ekki að nota strætó og það safnast upp þessi skuld í Reykjavík að gatnakerfið er ekki að hafa undan. Það sama er að gerast úti á landsbyggðinni en með áberandi hætti í Reykjavík. Í staðinn fyrir að byggja nokkur mislæg gatnamót, breikka götur, leggja hringtorg, þá á að búa til borgarlínu og þvinga alla til að nota strætó með einhverjum tafagjöldum sem er algjörlega út í hött,“ sagði Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark.

Svo segja menn að sé eftirspurn eftir þessu

Guðmundur sagði ennfremur að þegar komið er keyrandi frá Keflavíkurflugvelli inn til Reykjavíkur þá keyri maður yfir átta undirgöng. Það eru átta mislæg gatnamót á leiðinni og þrjú í byggingu. Af hverju er ekki hægt að byggja nokkur mislæg gatnamót í Reykjavík og grynnka um leið á umferðinni í borginni. Svo á lausnin að vera sú að keyra stóra strætisvagna og minnka umferðargöturnar og fjárfesta lítið í umferðarmannvirkjum. Svo segja menn að sé eftirspurn eftir þessu.