BYD íhugar að reisa þriðju verksmiðjuna í Evrópu í Þýskaland
Kínverski rafbílarisinn BYD lítur til Þýskaland fyrir mögulega þriðju samsetningarverksmiðju í Evrópu af því er heimildir herma. BYD er að íhuga þriðju aðstöðu til að þjóna evrópskum markaði á næstu árum, til viðbótar við þær tvær sem fyrirtækið er að byggja í Ungverjalandi og Tyrklandi.
Kínverskir bílaframleiðendur hyggjast setja upp framleiðslu- og samsetningarverksmiðjur í Evrópu þar sem þeir leitast við að selja fleiri ódýrari bíla á svæðinu til að keppa við evrópska samkeppnisaðila þar sem eftirspurn dregst saman í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Forsvarsmenn BYD vilja einnig forðast innflutningstolla sem ESB lagði á kínverska rafbíla í fyrra.
Þýskaland er talinn fyrsti kostur BYD
Þýskaland er talinn fyrsti kostur BYD, þó að málið sé véfengt innanhúss vegna hás launa- og orkukostnaðar landsins, lítillar framleiðni og sveigjanleika. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin enn.
Kristilegi demókrataflokkurinn, sem líklegt er að verði í forystu í næstu ríkisstjórn Þýskalands, hefur heitið því að lækka fyrirtækjaskatta og laða að hæft vinnuafl, og er sérstaklega áfram um að styðja bílaiðnaðinn sem stærsta tekjulind landsins.
Aðstaða BYD í Ungverjalandi ætti að hefja framleiðslu í október, en verksmiðjan í Tyrklandi ætti að hefja starfsemi í mars 2026. Þegar þær eru í fullum rekstri munu þær hafa samanlagða framleiðslugetu upp á 500.000 bíla á ári.Auk rafbíla veðjar BYD einnig á blendingstækni fyrir evrópska útþenslu sína.
Samkvæmt áætlunum S&P Global Mobility mun sala BYD í Evrópu meira en tvöfaldast á þessu ári í 186.000 einingar, frá 83.000 einingum árið 2024, og er búist við að hún aukist enn frekar í rétt tæpar 400.000 einingar fyrir árið 2029.