BYD innkallar tæplega 97.000 rafbíla í Kína
Kínverski bílaframleiðandinn BYD hefur tilkynnt um innköllun á næstum 97.000 rafbílum vegna framleiðslugalla í stýrisstjórnbúnaði sem gæti valdið eldhættu. Innköllunin nær til Dolphin og Yuan Plus rafbíla sem voru framleiddir í Kína á tímabilinu nóvember 2022 til desember 2023. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínverska markaðseftirlitinu (SAMR) sem var birt var um helgina.
Samkvæmt yfirlýsingu frá kínverska markaðseftirlitinu mun BYD biðja umboðsaðila sína um að setja upp tæknilega lausn í innkölluðu bílana. Ekki var tilgreint hvort einhverjir af þessum bílum hafi verið fluttir út.
Dolphin og Yuan Plus voru tveir mest seldu bílar BYD árið 2023 og voru þeir 26% af þeim 3 milljónum bíla sem fyrirtækið seldi það ár, samkvæmt gögnum frá kínverska bílaframleiðendasambandinu. BYD mun biðja umboðsaðila um að lagfæra gallann í innkölluðu bílunum.