Býður nýja Citroen bíla með 5 ára ábyrgð
Brimborg býður nú alla nýja Citroenbíla með fimm ára ábyrgð. Um er að ræða víðtæka verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og sendibíla Citroen.
„Fimm ára ábyrgð Citroen er mikilvægur þáttur í að styrkja samband okkar við eigendur bílanna. Í eigenda og þjónustuhandbók ásamt viðauka við skilmála Citroen finnur þú greinargóða lýsingu á ábyrgðinni, skyldum Citroen og Citroen eigenda, upplýsingar um það sem ábyrgðin nær og nær ekki til, ábyrgð gagnvart gegnumtæringu, ábyrgð á varahlutum, takmörkun ábyrgðar, skýrslur um reglubundið viðhald, ryðvarnareftirlit, skýrslur um endurnýjun kílómetrateljara, síma- og netfangaskrá, upplýsingar um þjónustutíma deilda, auk annarra hagnýtra upplýsinga,“ segir í tilkynningu.
Til að uppfylla ábyrgðarskilmálana þarf að fara með nýja Citroenbílinn í reglubundið þjónustueftirlit. Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit á 12 mánaða eða 15.000 km fresti hvort sem kemur á undan. Kaupandi ber kostnað af þeim.
Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Citroen geta annast viðgerðir sem falla undir ábyrgðina.