Byrjað að sekta fyrir nagladekk
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í gær að sekta þá ökumenn sem enn eru á nagladekkjum. Eitthvað er um það að bílar séu á nagladekkjum og í eftirliti lögreglunnar í gær voru einhverjir sektaðir.
Sekt fyrir nagladekk er 20 þúsund krónur fyrir hvert neglt dekk. Heildarupphæðin geti því verið 80 þúsund krónur.
Á síðasta ári hækkuðu sektir vegna notkunar nagladekkja utan leyfilegs tíma umtalsvert eða úr fimm þúsund krónum í 20 þúsund krónur á hvert neglt dekk.
Síðasti dagur nagladekkja var 15. apríl síðastliðinn en lögreglan gaf þá út að hún myndi ekki byrja að sekta strax vegna veðurs. Ákveðið var að sekta ökumen fyrir notkun nagladekkja frá 15. maí.