Carlos Sainz fallinn úr keppni í Dakarrallinu
Carlos Sainz.
Carlos Sainz sem hefur verið efstur í Dakarrallinu féll úr keppni í dag í 12. áfanga keppninnar eftir að hafa velt VW Touareg sínum út í grjóturð. Hann og aðstoðarölumaðurinn Michel Perin voru fluttir með þyrlu til aðhlynningar á sjúkrahús eftir óhappið. Þeir voru ekki taldir alvarlega slasaðir, en Perin mun axlarbrotinn.
Slysið varð um 79 kílómetra frá upphafsstað sérleiðarinnar milli Fiambala og Rioja i Argentinu. Slysið er mikið áfall fyrir Sainz sem var kominn með sinn fyrsta Dakar sigur i augsýn eftir að vera búinn að sigra í sex af 10 áföngum keppninnar. Carlos Sainz var áður rallökumaður og heimsmeistari í þeirri grein hefur hann orðið tvisvar sinnum.
Með brottför hans úr keppni er félagi hans í Volkswagenliðinu, Giniel de Villiers nú orðinn efstur. Í öðru sæti er einnig Volkswagenökumaður, Bandarikjamaðurinn Mark Miller og einungis tvær og hálf mínúta skilja í mílli þeirra. Bandaríkjamaðurinn Robbie Gordon er í þriðja sæti á sínum Hummer.
Í flokki mótorhjóla eru það, eins og svo oft áður, KTM hjólin sem hafa algera yfirburði. Af motorhjólamönnum er það Spanverjinn Coma sem hefur forystu með tæplega eins og hálfs tíma forskoti á næsta mann, Cyril Despres frá Frakklandi. Báðir hjola þeir á KTM hjólum. Í þriðja sæti er Fretigne frá Frakklandi sem merkilegt nokk, hjólar ekki á KTM, heldur á Yamaha. ÍKTM hjól eru síðan í öllum sætum þaðan í frá til og með níunda sæti