Carlos Sainz og Andreas Schulz fyrstir

The image “http://www.fib.is/myndir/Carlos-Sainz.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Carloz Sainz
Carloz Sainz á Volkswagen hélt forystu sinni í gær og treysti hana enn frekar í öðrum áfanga Dakar rallsins frá Portimao til Malaga.
Nú er allt keppnisúthaldið komið yfir MIðjarðarhafið til Marokkó og senn lýkur þriðja áfanganum. Það sem helst hefur borið til tíðinda er að fyrrum tvöfaldur sigurvegari í Dakarrallinu, Hiroshi Masuoka á Mitsubishi hefur dregið Carlos Sainz uppi. Svo virðist sem Sainz hafi lent í vandræðum með leiðsögubúnað sinn og villst af leið og tapað einhverju af því mikla forskoti sem hann náði í fyrstu áföngum keppninnar.
Carlos Sainz er nýgræðingur í Dakar rallinu en engu að síður gamalreyndur rallökumaður og hefur þar verið meðal þeirra bestu undanfarin ár. Aðstöðarökumaður hans er Andreas Schulz sem áður var aðstoðarökumaður Hiroshi Masuoka Mitsubishi ökumanns og saman hafaSchulz og Masuoka tvisvar orðið sigurvegarar í Dakar rallinu. Gott gengi Sainz og Schulz í upphafi Dakarrallsins 2006 gæti verið vísbending um anað og meira. Löng og erfið keppni er framundan, en hver veit nema að nú í fyrsta sinn um langt skeið sé veldi Mitsubishi liðsins í Dakar rallinu sé verulega ógnað af Volkswagen sem hefur á að skipa fleiri afbragðs ökumönnum eins og Juttu Kleinschmidt og Bruno Saby.
Eftir að áfangana sem fram fóru í Portúgal og á Spáni var staðan þessi:
Bílar
1.  Carlos Sainz (Spain)               Volkswagen      2:30:48
  2.  Luc Alphand (France)               Mitsubishi      2:34:33
  3.  Nani Roma (Spain)                  Mitsubishi      2:35:02
  4.  Bruno Saby (France)                Volkswagen      2:35:10
  5.  Carlos Sousa (Portugal)            Nissan          2:35:20
  6.  Hiroshi Masuoka (Japan)            Mitsubishi      2:36:23
  7.  Jutta Kleinschmidt (Germany)       Volkswagen      2:36:37
  8.  Nasser Al-Attiyah (Qatar)          BMW             2:37:30
  9.  Stephane Peterhansel (France)      Mitsubishi      2:37:35
 10.  Guerlain Chicherit (France)        BMW



Mótorhjól
1.  Ruben Faria (Portugal)         KTM     1:37:07
  2.  Isidre Esteve (Spain)          KTM     1:38:14
  3.  David Casteu (France)          KTM     1:38:35
  4.  Helder Rodrigues (Portugal)    Yamaha  1:39:07
  5.  Marc Coma (Spain)              KTM     1:39:15
  6.  Jose Manuel Pellicer (Spain)   KTM     1:39:35
  7.  Gerard Farres (Spain)          Yamaha  1:39:59
  8.  Paulo Goncalves (Portugal)     Honda   1:40:14
  9.  David Fretigne (France)        Yamaha  1:40:35
 10.  Giovanni Sala (Italy)          KTM     1:40:35

The image “http://www.fib.is/myndir/NaniRomaafullu.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Nani Roma á fullri ferð á Spáni í gær.