Chevrolet Malibu til Evrópu

VChevrolet Malibu er gamalt nafn á „fullvaxta“ bandarískum fólksbílum. Í dag ber þetta nafn vinsæll bíll í Bandaríkjunum fimm manna fólksbíll af minni meðalstærð á bandaríska vísu. Malibu verður sýndur á Frankfurt bílasýningunni sem opnuð verður 15. sept. nk. Ástæða þess að þessi „Ameríkubíll“ er sýndur þar, er sú að Malibu á að koma á Evrópumarkað síðar í haust.

http://www.fib.is/myndir/MG-6.jpg
MG-6.

Þótt Malibu hafi einungis verið á Ameríkumörkuðum til þessa, er bíllinn þó talsvert evrópskur: Þannig er undirvagninn eða botnplatan sú sama og í Saab 9-5. Þessi sami undirvagn er einnig lítið breyttur í nýjum Opel Insignia.

Chevrolet Malibu er tiltölulega nýtikominn hjá GM í Bandaríkjunum, en sala á honum þar hófst sl. vor og fékk bíllinn ágætar viðtökur bandarískra bílakaupenda, Nú er Malibu á leið á Evrópumarkað og fleiri markaðssvæði en ætlunin er að falbjóða hann í alls 100 löndum í öllum heimsálfunum. Framleiðslan fer ekki bara fram í Ameríku framvegis, heldur líka í S. Kóreu og Kína og víðar.

Í Evrópu verður Malibu boðinn með annaðhvort 2,0 l, 165 ha. bensínvél eða 2,4 l 170 ha dísilvél. Gírkassi með báðum verður handskiptur og sex gíra, en 6 hraða sjálfskipting er einnig í boði. Bíllinn er 4,86 m langur og þeir bílar sem hann keppir einna helst við á markaði í verði verður þannig nýja Skoda Octavia. Þá hefur SAIC í Kína sem á sínum tíma keypti þrotabú MG í Longbridge í Bretlandi, boðað nýjan bíl á Evrópumarkað sem nefnist MG 6 (sem líka verður á Frankfurtsýningunni) og á mjög hagstæðu verði miðað við stærð og búnað. Það stefnir því í harða baráttu í lægri verðflokki meðalstóru bílanna á Evrópumarkaði.