Chrysler bitbein Romneys í kosningabaráttunni
Chrysler hyggst reisa verksmiðju í Kína þar sem Jeep bílar verða framleiddir fyrir kínverska makaðinn. Forsetaframbjóðandinn Mitt Romney tók þessar fyrrætlanir upp í kosningabaráttu sinni bæði í ræðu og í auglýsingum og snýr hlutunum þannig að vegna aumrar efnahags- og iðnaðarstefnu Obama forseta neyðist Chrysler til að flýja Bandaríkin og flytja alla framleiðslu sínaá bílum af Jeep gerðum til Kína.Romney sagði þetta á kosningafundi í Ohio og vitnaði í þessa frétt Bloomberg fréttastofunnar.
Bæði talsmenn Chrysler og stéttarfélaga starfsmanna mótmæla málflutningnum mjög harðlega og segja engin störf flytjast frá Bandaríkjunum til Kína. Þvert á móti hafi störfum hjá Chrysler í Bandaríkjunum fjölgað undanfarin ár og mánuði og muni fjölga enn meir vegna nýju verksmiðjunnar í Kína og auknum umsvifum þar.
Gualberto Ranieri sem titlaður er vörumerkjastjóri Chrysler skrifar á heimasíðu Chryslers um ummæli forsetaframbjóðandans og er greinilega ekki skemmt yfir þeim. Hann segir að ekki einusinni færustu sirkusþrautakóngum væri það mögulegt að snúa sannleikanum svona á haus eins og Romney hafi gert. Engar áætlanir séu til um að flytja framleiðsluna frá Bandaríkjunum til Kína, heldur væri verið að leita eftir því að víkka út starfsemina og stofna til nýrrar framleiðslu á stærsta bílamarkaði veraldarinnar, sem er Kína.
Stéttarfélag bandarískra bílasmia, UAW, sem hefur marga rimmuna háð við bílaframleiðendur gegn um tíðina. Það bregst mjög hart við og tekur upp hanskann fyrir Chrysler og efnahagsstefnu Obama forseta. í grein á heimasíðu samtakanna sem birtist á sunnudag sl. segir m.a. að allir bandarískir föðurlandsvinir ættu að fagna því hversu frábærlega Chrysler hefði tekist að ná vopnum sínum á ný eftir að hafi verið komið gersamlega á hausinn. Chrysler hefði fjárfest fyrir milljarða dollara í Bandaríkjunum og skapað tugþúsundir nýrra starfa, ekki síst í heimaríkinu Ohio og Michigan þar sem allt var á hausnum á árunum 2008 og 2009. Fullyrðingar Romneys og Republikana væru hreinn rógur, móðganir og skemmdarverk.