Chrysler innkallar 490 þúsund bíla í USA

http://www.fib.is/myndir/Chrysler%20Durango.jpg
Chrysler Durango.


Chrysler hefur samkvæmt tilmælum bandarísku umferðaröryggisstofnunarinnar NHTSA innkallað næstum hálfa milljón bíla vegna brunahættu.

Um er að ræða 328.424 Chrysler Durango af árgerðum 2004-2006, um 150.000 bíla af gerðinni Jeep Liberty, sem heitir Cherokee í Evrópu, og 10.994 Dodge Avenger, sem er nýr fólksbíll. Síðastnefndi bíllinn er þó ekki innkallaður vegna brunahættu heldur vegna galla í dyralæsingum.

Umferðaröryggisstofnunin NHTSA hefur í skrám sínum 66 bruna sem orðið hafa í bílum af ofannefndum tegundum og gerðum. Þessir brunar hafa orðið vegna þess að ofhitun hefur orðið í rafmagnsleiðslum og rafbúnaði undir mælaborði bílanna. CNN sjónvarpsstöðin greindi frá þessu.