Chrysler vill breytta vinnuviku

http://www.fib.is/myndir/UAW-kallar.jpg
UAW menn í verkfalli. Ekki er búist við átökum um fjögurra vinnudaga hugmynd Chryslers.

Chrysler vill semja við verkalýðssamband bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum UAW, um breytta vinnuviku. Tillaga Chrysler er um að vinnuvikan verði fjórir vinnudagar og þrír frídagar. Hver vinnudagur verði 10 tímar í stað átta tímar eins og nú er.

Mörgum finnst þetta freistandi. Fyrst verið er að puða hvort eð er muni það mann engu að vera tveimur tímum lengur á vinnustaðnum á degi hverjum en fá þess í stað frí föstudag, laugardag og sunnudag.

Það sem Chrysler græðir á fjögurra daga vinnuviku er einkum það að ferða- og flutningskostnaður sparast í verksmiðjunum og jafnvel ýmis kostnaður við rekstur sjálfra verksmiðjanna.