CITROËN AMI kominn til landsins
Brimborg kynnti á dögunum Citroën AMI sem er sannkölluð bylting til snatts innan borga og bæja og smellpassar við aðra ferðakosti. Citroën AMI er tveggja manna, fjórhjóla, rafdrifinn, yfirbyggður rafsnatti með 75 km rafmagnsdrægni og 45 km hámarkshraða.
Citroën AMI er agnarsmár rafsnatti, 2,41 m á lengd og 1,39 m á breidd. Hann er sérhannaður til borgaraksturs með hámarkshraða 45 km / klst., 75 km drægni á 100% hreinu rafmagni, 5,5 kWh drifrafhlöðu og 6 kW rafmótor og vegur aðeins 420 kg. Hann fullhleðst á þremur klukkustundum og ekki þarf sérstaka hleðslustöð heldur er innbyggða hleðslusnúran einfaldlega útdregin úr hurðarfalsi og stungið í samband við venjulegan tengil.
Ótrúlega lítill beygjuradíus gerir honum kleift að smjúga um götur borga og bæja og bregða sér í sjaldgæf, agnarsmá, bílastæði.
Citroën AMI rafsnattinn er yfirbyggður með miðstöð með stórum gluggum og panorama þakglugga sem skapar mikið útsýni. Sæti eru fyrir bílstjóra og einn farþega, þeir sitja hátt og eru vel varðir fyrir óblíðu íslensku veðri.
Þjónusta er aðeins á 2 ára eða 20.000 km fresti hvort sem á undan kemur og þá þarf helst að líta til þurrkublaða, hemlavökva, frjóagnasíu ásamt léttri almennri yfirferð. Ábyrgð á drifrafhlöðunni er 3 ár eða 40.000 km og ábyrgð bílsins í heild með þjónustusamningi er 3 ár óháð akstri.
Citroën AMI rafsnattinn verður í boði til kaups til almennra fyrirtækja og fyrirtækja sem sérhæfa sig í útleigu en einnig geta fyrirtæki eða einstaklingar valið að leigja. Hann hentar einstaklega vel að taka á leigu í margvíslegt snatt jafnvel niður í nokkrar mínútur, klukkustundir eða dag í senn eða í lengri leigu t.d. til nota á athafnasvæðum fyrirtækja eða til útkeyrslusnatts á afmörkuðum svæðum.