Daimler tapaði 1,4 milljónum evra

http://www.fib.is/myndir/Mercedes-benz-e-2010.jpg
Mercedes Benz E árgerð 2010.

Brúttótap  (fyrir skatta og vaxtafrádrátt) Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz  nam 1,426 milljónum evra á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er mikil afturför frá því í fyrra en þá hagnaðist fyrirtækið um rúmar 1,3 milljónir evra.  Nettótapið fyrstu þrjá mánuði þessa árs er tæplega 1,3 milljónir evra.

Alls seldust 332.300 Benz bílar í heiminum á tímabilinu sem er 34 prósenta samdráttur. Hvað varðar fólksbílana eina þá seldust 231.300 eintök af þeim miðað við 318.300 eintök í fyrra. Velta fólksbíladeilarinnar (Benz, Maybach og Smart) dróst saman um 27 prósent og varð 9,1 milljarður evra.

Vörubíladeildin (Daimler Trucks) seldi 65.400 varartæki í heiminum á fyrsta ársfjórðunginum miðað við 107.700 einingar á sama árstíma 2008.  Veltan þar minnkaði úr 6,3 milljörðum evra niður í 4,9 milljarða. Reiknað er með að tap verði áfram verulegt á yfirstandandi ársfjórðungi en ástandið skáni á síðari helmingi ársins og nái að standa í járnum.

Stjórn Daimler hefur samþykkt ýmsar sparnaðaraðgerðir til að hressa upp á efnahaginn en þær eiga að skila 4 milljarða evra sparnaði í rekstri. Ennfremur er ný kynslóð E-fólksbílalínunnar að koma á markað og er reiknað með að hún seljist vel þannig að vonast er til að reksturinn endi réttu megin við núllið í árslok.