Daimler þarf að borga háa sekt
Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem er móðurfyrirtæki Mercedes Benz, þarf að greiða um 2,2 milljarða dollara í sekt samkvæmt niðurstöðu dómstóls í Washington Bandaríkjunum. Sektin er til komin vegna dísilsvindls sem upp komst fyrir þremur árum síðan. Í dómsskjölum féllst Daimler að greiða 250 þúsund eigendum allt að 3.290 dollara hverjum í málsbætur.
Fyrirtækið blekkti mengunarmælingar við skoðun bílanna og leyna raunverulegri losun þeirra á gróðurhúsalofti. Það látið líta út sem viðkomandi vélar væru mun mengungarminni en raun var á. Málið snýst að mestu um bíla sem seldir voru í Bandaríkjunum en 2017 voru innkallaðir þrjár milljónir bifreiða.
Mál sama eðlis hefur ennfremur kostað þýska bílaframleiðandann Volkswagen sitt. Fyrirtækið setti vísvitandi hugbúnað í dísilbifreiðar sínar til þess að svindla á reglum mengun í útblæstri. Volkswagen hefur þegar þurft að greiða um 25 milljarða dollara í sekt í Bandaríkjunum. Málinu gagnvart þýskum neytendum er ekki að fullu lokið.