Danska bílasvikamyllan á Íslandi
Íslensku fjölmiðlarnir tóku vel við sér eftir að FÍB birti þessa frétt um svikamyllu dansks hrapps í bílaviðskiptum. Í frétt FÍB var því lýst hvernig svikamylla Danans hefur teygst til Íslands og eiga fleiri kurl eftir að koma til grafar þar. Greint var frá svikamyllunni í sjónvarpsþættinum Kontant á DR1 í gærkvöldi. Útsendingin var sú fyrsta af þremur. Aðkoma FÍB að þessu svikamáli er sú að fréttamenn danska sjónvarpsins leituðu fyrir nokkru eftir aðstoð starfsmanna FÍB við að rekja slóð svikahrappsins hér á Íslandi og var fréttin á FÍB vefnum FÍB unnin og birt í fullu samráði með þeim.
Hér að neðan má sjá Kontant þáttinn sem sýndur var í gærkvöldi á DR1.
Kontant: På jagt efter dansk ægtepar
Næstu tveir verða svo sýndir
fimmtudagana 14. og 21. janúar