Danska bílnúmerakerfið er sprungið

http://www.fib.is/myndir/Nummerplader.jpg

Dönsk bílnúmer. Gulu plöturnar eru fyrir sendi- og vörubíla og bíla undanþegna virðisaukaskatti

Danska bílnúmerakerfið, sem er áþekkt því íslenska (tveir bókstafir en fimm tölustafir í stað þriggja), er sprungið. Danir og Pólland eru einu löndin innan Evrópusambandsins sem enn eru með eigið númerakerfi. Öll hin ríkin hafa tekið upp númerakerfi Evrópusambandsins.


Hið danska FDM, systurfélag FÍB, hefur kannað vilja Dana í málinu og spurt hvort þeir vilji heldur fá nýtt sérdanskt bílnúmerakerfi eða taka upp kerfi Evrópusambandsins og niðurstaðan er sú að meirihlutinn vill Evrópukerfið.
Þrír af hverjum fjórum sem svöruðu vildu nota tækifærið nú þegar gamla kerfið er sprungið og innleiða Evrópukerfið og fá Evrópunúmeraplötur á bíla sína.

Niðurstaðan hefur komið mönnum nokkuð á óvart og FDM vonar að stjórnmálamenn og embættismenn sem um þessi mál fjalla muni nú kannski loks hlusta á fólkið og fara að vilja þess, en þegar bílar og málefni þeim tengd, ekki síst bílaskattar eru annarsvegar, hafa dönsk stjórnvöld viljað fara sínu fram hver svo sem vilji almennings hefur verið.