Danska fyrirtækið „Engar sítrónur“ þjónustar 6000 lögreglubíla í Afghanistan

http://www.fib.is/myndir/No-Lemon_logo.jpg


Danskt fyrirtæki sem nefnist No Lemon, sem útleggja mætti „Engar sítrónur“ hefur samð við bandarísk stjórnvöld um að viðhalda og þjónusta alls sex þúsund  lögreglubíla í landinu næstu fimm árin. Frá þessu er greint í dönskum dagblöðum.

Fyrirtækið No Lemon hefur síðan árið 2002 rekið bílaverkstæði í Afghanistan en samkvæmt þessum nýja samningi við Bandaríkjamenn verða stofnsett ný verkstæði og bækistöðvar í Kabúl, Kandahar, Gardes, Herat og Mazer-e-sharif. Auk Afghanistan er frirtækið með starfsemi í Írak og Indónesíu.

Fyrirtækið á auk reksturs viðgerða- og viðhaldsstöðva að koma á fót hreyfanlegum viðgerðaflokkum sem fara út á mörkina og gera við lögreglubíla á bilunarstað. Auk þess skal fyrirtækið samkvæmt samningnum að mennta og þjálfa alls 400 afganska bifvélavirkja.

Fyrirtækið No Lemon er dótturfyrirtæki danska bílafyrirtækisins Bukkehave A/S sem um langt árabil hefur breytt bílum og byggt upp fyrir aðila sem starfa í þróunarlöndum - aðila eins og Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir.