Danskt tryggingafélag endurgreiðir vátryggjendum 14,2 milljarða
Danska tryggingafélagið Tryg skilaði rekstrarhagnaði á síðasta ári og ætlar að láta viðskiptavini sína njóta góðs af og endurgreiða þeim 14,2 milljarða ísl. kr. eða um átta prósent af greiddum iðgjöldum sl. árs. DR greindi frá þessu.
Viðskiptavinir TRYG eru um ein milljón talsins og endurgreiðslan verður í hlutfalli við umfang trygginga í hverju tilfelli. Sá sem keypti tryggingar á sl. ári fyrir 285 þús ísl. kr. getur vænst þess að fá til baka 23 þús. kr. til baka frá Tryg.