Datsun kemur aftur
Fyrirætlanir eru uppi hjá Nissan að endurreisa gamla og fyrrum vinsæla vörumerkið Datsun. Hinum nýju Datsun bílum er ætlað að höfða fyrst og fremst til hinna nýju ört vaxandi bílamarkaðssvæða í Asíu og A. Evrópu, ekki síst Rússlands, Indlands og Indónesíu. Datsun bílum er ekki ætlað að koma að neinu leyti í stað Nissan vörumerkisins þar sem það hefur fest sig í sessi - á svæðum eins og t.d. Japan, Bandaríkjunum og V. Evrópu. The Detroit Bureau greinir frá þessu.
Nýir Datsun bílar munu þó síður en svo verða ófáanlegir í V. Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Datsun vörumerkinu er þó alls ekki ætlað að keppa við Nissan merkið heldur verða viðbót við Nissan (og væntanlega Renault). Nýju Datsun bílarnir eiga að vera ódýrir bílar eins og í gamla daga í verðflokknum 6.200-10.000 dollarar. Fyrstu nýju Datsun bílarnir eiga að koma á bandarískan bílamarkað á ný frá og með árinu 2014.