Dauðaslysum í umferðinni fækkar enn í Danmörku
21.02.2006
16 manns fórust í umferðarslysum í Danmörku í janúar en 30 í jánúarmánuði í fyrra. Í frétt á heimasíðu FDM, systurfélags FÍB er þetta að hluta rakið til þess að óvenju mikill snjór hefur verið á vegum og umferð af þeim sökum minni en ella. En burtséð frá snjónum hefur umferðarslysum farið fækkandi í landinu undanfarna mánuði og þakka menn það m.a. skynsamlegri hraðamörkum en áður, bættum vegum, betri bílum og breyttum viðhorfum almennings.
Slösuðum fækkaði einnig í janúar miðað við sama tíma í fyrra en þó hlutfallslega minna en látnum – úr 525 í 447. Það er 15% fækkun.
Á tímabilinu 1. janúar 2004 – 1. janúar 2005 létust 370 manns í umferðarslysum í Danmörku en á sama tímabili 2005-2006 létust 322. Leita þarf aftur til millistríðsáranna til finna jafn lága dauðaslysatölu.