Dekkjaskortur gæti verið yfirvofandi
Stríðið í Úkraínu og refsiaðgerðirnar sem Rússar hafa beitt í kjölfarið eiga á hættu að valda skorti á bíladekkjum í heiminum þegar líður á árið. Áhrifa minni framleiðslu á vetrardekkjum gætu samt farið að koma fram þegar nær dregur hausti að því er fram í erlendum fjölmiðlum.
Nokkrir alþjóðlegir dekkjaframleiðendur, eins og Bridgestone, Continental, Michelin, Pirelli og Yokohama eru allir með hluta af framleiðslu sinni í Rússlandi. Vegna innflutnings- og útflutningsbannanna sem eru á milli ESB og Rússlands og útilokunar Rússlands frá alþjóðlega bankakerfinu Swift, verður sífellt erfiðara fyrir framleiðendur að bæði framleiða og afhenda dekk til ESB og Norðurlandanna.
Ekki er yfirvofandi skortur á sumardekkjum en hann gæti komið fram þegar lítur að vetrardekkjum. Svo dæmi sé tekið liggur ekki nákvæmt hlutfall bíladekkja sem afhent eru til Svíþjóðar frá Rússlandi, en dekkjaiðnaðurinn áætlar að það sé 20 til 30 prósent á ársgrundvelli.
Það er ekki bara framboð á bíladekkjum sem hefur áhrif á innrás Rússa í Úkraínu.Í kjölfar stríðsins hækkar verðið líka, eitthvað sem þegar er komið fram. Það orsakast meðal annars vegna dýrari flutninga og dýrara hráefnis.
Fram kom í máli Runólfs Ólfssonar, framkvæmdastjóra FÍB, í hádegisfréttum á RÚV, að hann hefði spurnir að því frá systurfélögum FÍB á Norðurlöndum að þau hafa áhyggjur á því ástandi sem sé nú yfirvofandi. Stríðið í Úkraínu komi til með að hafa áhrif á komandi vetrarvertíð varðandi vetrardekk og þá sérstaklega dekkjum sem hönnuð eru fyrir norrænar aðstæður. Runólfur segir að þessu ástandi verði mætt að einhverju leyti með því að auka framleiðsluna á ákveðnum markaðssvæðum. Hugsanlega gæti það haft áhrif á verðlagningu en það ætti eftir að koma í ljós.