Detroit bílasýningin 2008

http://www.fib.is/myndir/Detroit-NAIAS-2005.jpg

Bílasýningin í Detroit hefur nú verið opnuð fyrir blaðamenn og verður opnuð almenningi um helgina. Sýningin er fyrsta alþjóðlega bílasýningin á vesturhveli jarðar á nýju ári. Venju samkvæmt eru það bandarísku bílaframleiðendurnir sem eru í forgrunni.

Og eins og búast mátti við er sýningin að nokkru í ljósi síhækkandi eldsneytisverðs og vaxandi umhverfisvitundar. Því eru á sýningunni áberandi eyðslugrennri bílar og bílar sem geta gengið á öðru en jarðefnaeldsneyti.

Hér á eftir er listi yfir ýmsar nýjungar sem sýndar eru í Detroit. Bæði er um að ræða bíla sem eru á leið í framleiðslu og hugmyndarbíla sem sumir hverjir eiga eftir að koma í framleiðslu og sölu. Við höfum tengt fyrirbærin á listanum við ýmsa vefi þar sem fjallað er um þau.

* AUDI R8 V12 TDI
* AUDI TTS
* BMW 1-sería Cabriolet
* BMW X6
* CADILLAC CTS-V
* CADILLAC CTS Coupé
* CADILLAC Provoq
* CHEVROLET Camaro
* CHEVROLET Corvette ZR1
* CHRYSLER eco-Voyager hugmyndarbíll
* DODGE Challenger SRT8
* DODGE Zeo hugmyndarbíll
* FISKER Hybrid
* FORD Explorer America
* HUMMER HX
* HYUNDAI Genesis
* JEEP Renegade hugmyndarbíll
* KIA Borrego
* LAND ROVER LRX
* LEXUS LF-A roadster
* MAZDA RX-8
* MERCEDES-BENZ Vision GLK Freeside
* MERCEDES-BENZ Vision GLK Townside
* MERCEDES-BENZ SLK
* MITSUBISHI Concept-RA
* NISSAN Forum
* NISSAN GT-R
* SAAB 9-4X
* SUBARU Forester
* TOYOTA A-Bat
* VW Passat Coupé