Dísilbílar ódýrastir í ferðalaginu – önnur gerð bíla er hagkvæmari hversdagslega
Þrátt fyrir lækkað verð á rafmagni er gamli góði dísilbíllinn samt enn ódýrasti valkosturinn til lengri ferðalaga eins og suður á bóginn. Bensínbíllinn er dýrastur eins og vænta mátti en þar er komið fram nýtt ráð sem getur hjálpað þér við að spara eldsneytið. Þetta kom fram m.a. í könnun sem Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, gerði nýverið og birti á dögunum.
Dísill er enn sem komið ódýrasti orkugjafinn fyrir bílaferðalagið. Það er niðurstaða FDM eftir að hafa reiknað út eldsneytis- og rafmagnskostnað til að geta lagt í ferð á bílnum fram og til baka frá Óðinsvéum í Danmörku til Gardavatns á Ítalíu fyrr á þessu ári. Fyrir utan dísilbílinn var jafnframt reiknaður út kostnaður fyrir bensínbíla sem og rafbíla.
Sem ökumaður rafbíls þarf maður að halda aftur af sér því það er talsverður munur á hvað hleðsla kostar með tilliti til hvar manni fýsir að hlaða bílinn. Það getur borgað sig fyrir flesta eigendur rafbíla að gerast áskrifandi hjá annað hvort Ionity eða Tesla til að fá ódýrasta rafmagnið fyrir bílferðalagið. Það er munur sem gæti numið um 1.300 dönskum krónum eða sem samsvarar í kringum 26.000 íslenskum krónum á dýrasta og ódýrasta valkostinum á rafmagni fyrir ferðalag á rafbíl á leiðinni frá Óðinsvéum til Gardavatns.
Dísil er eftir sem áður ódýrast fyrir bílferðalagið
Ferðin frá Óðinsvéum til Gardavatns fram og til baka er í kringum 3.000 kílómetrar. Fyrir bensínbílinn og dísilbílinn höfum við reiknað með að maður leggur áherslu á að fylla á bílinn í Austurríki þar sem eldsneytið er ódýrara en í Danmörku og Þýskalandi. Og varðandi rafbílinn höfum við notað það sem viðmið að rafbíllinn hafi fulla hleðslu fyrir brottför á heimahleðslu með ódýru rafmagni um nóttina. Í því sem eftir stendur er reiknað með hleðslu hjá Ionity sem inniheldur áskrift fyrir þann mánuð sem ferðast er.
Verðið hér fyrir neðan er fyrir báðar leiðir fram og til baka. Og þrátt fyrir að dísil er ódýrast er rafbíllinn aðeins 144 dönskum krónum dýrari sem samsvarar um 2.880 íslenskum krónum. Enn meira áberandi er viðbótarfjárhæðin fyrir bensínkaup á langferðalaginu en þar kostar ferðin um 500 dönskum krónum meira fyrir allt ferðalagið sem samsvarar um 10.000 íslenskum krónum.
Rafbílar eru ódýrastir hversdagslega
En á sama tíma og eldsneytiskostnaðurinn á ferðalaginu er ódýrastur fyrir dísilbíla snýr dæmið öðruvísi við hversdagslega. Þar getur rafbíllinn verið u.þ.b. 75% ódýrari vegna eldsneytiseyðslu fyrir hvern ekin kílómetra. Og það er meginástæðan fyrir því að heildarhagurinn er aðlaðandi fyrir rafbíla.
,,Greining okkar á heildarhagnum fyrir bensínbíla, dísilbíla og rafbíla sýnir að rafbílarnir eru talsvert ódýrari í rekstri. Þannig að þrátt fyrir að rafbíllinn sé ekki ódýrastur í eldsneytiskostnaði fyrir ferðalagið er ávinningurinn í heild svo mikill að rafbíllinn er augljóslega ódýrasta gerð bíla á markaðnum í augnablikinu,” segir Ilyas Dogru neysluhagfræðingur FDM.
Hann vísar í fjárhagsáætlun fyrir bíla frá FDM þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir heildarhaginn á sínum eigin bíl og bera saman við kaup á nýjum bíl. Og það er óháð hvort óskað er eftir að kaupa bensínbíl, dísilbíl eða rafbíl.
Eldsneytisgerð Verð á ferðalagi fram og til baka
Dísil (18 km/l) 1.903 danskar krónur (samsvarar um 38.060 íslenskum krónum)
Rafmagn (5 km/KWh) 2.047 danskar krónur (samsvarar um 40.940 íslenskum krónum)
Bensín (15 km/1) 2.571 danskar krónur (samsvarar um 51.420 íslenskum krónum)
Svona fyllir þú á bílinn á eins ódýran máta og mögulegt er
Það er mikill munur á bensínverði í Evrópu og þrátt fyrir að maður breyti ekki um áfangastað eftir bensínverði getur þú sparað u.þ.b. eina krónu á lítrann með því að fylla á bensíni í einu hinna ódýrari landa. Þar gæti t.d. verið um að ræða Austurríki, Tékkland, Slóvenía og Króatía. Þannig að þar er góð hugmynd að fylla bílinn alveg.
Í Þýskalandi hefur systurfélag FDM (og FÍB), ADAC, greint bensín- og dísilverð og komist að því að eldsneytisverðið er almennt ódýrast á kvöldin. En andstætt við í Danmörku þar sem ekki er um að ræða verðstríð um eldsneyti, þá breytist verðið á milli klukkustunda í Þýskalandi. Og það er yfirleitt ódýrast að fylla á milli kl. 21 og 22. Mundu því eftir að fylla á áður en þú kemur á hótelið í stað þess að bíða til morguns ef þú ert seint á ferðinni. Fyrir utan það að fylla á bílinn á sem ódýrastan máta getur það ávallt borgað sig að hafa auga með hraðamælinum.
,,Auðveldasta leiðin til að spara peninga á bílferðalaginu er að halda hraðanum stöðugum og í hófi. Með því t.d. að aka á 110 km/klst í stað 130 km/klst getur maður gjarnan sparað um 20 til 25 % af orkugjafanum, hvort sem um er að ræða bensín, dísil eða rafmagn,” en þannig hljóma ráðleggingar Ilyas Dogru.
Svona hleður þú rafbílinn á ódýran máta
Þrátt fyrir sveiflur á bensínverðinu er það næstum ekkert í samanburði við verðið á rafmagni. Og það koma sífellt ný tilboð á markaðinn. Tesla hefur lengi verið með aðlaðandi verð á rafmagni þar sem eigendur annarra rafbíla en Tesla geta keypt áskrift til að fá aðgang að þeirra lægsta verði á rafmagni. Nú eru Ionity komnir aftur á sporið með aðlaðandi verð.
Þegar Ionity hófu innreið sína á markaðinn gat maður hlaðið rafbílinn að fullu fyrir 10 evrur (samsvarar um 1500 íslenskum krónum) en það eru mörg ár síðan verðið var svona aðlaðandi. Nú árið 2024 bjóða þeir áskrift á 59 krónur (samsvarar um 1180 íslenskum krónum) fyrsta mánuðinn og 90 krónur (samsvarar um 1.800 íslenskum krónum) í framhaldinu.
Þannig getur maður hlaðið bílinn fyrir fast verð á 2,20 danskar krónur á kílóvattsstundina (samsvarar um 44 íslenskum krónum) og fyrir rétt undir 3 danskar krónur á kílóvattsstundina (samsvarar um 60 íslenskum krónum) í flestum Evrópulöndum. Það eru næstum sömu kjör og Ionity höfðu fyrir nokkrum árum síðan hjá mörgum bílaframleiðendum og þetta verð er í augnablikinu ódýrasta verðið.
,,Á þessu ári njóta eigendur rafbíla að rafmagnsverðið hefur verið stöðugt og að það sé aftur komin upp samkeppni á hleðslumarkaðnum bæði í Danmörku og í Evrópu. Á sama tíma og markaðsverðið var hærra en 5 danskar krónur á kílóvattsstundina (samsvarar um 100 íslenskum krónum) í Þýskalandi á síðasta ári, er ekki óalgengt nú til dags að finna hleðslumöguleika á 4 danskar krónur (samsvarar um 80 íslenskum krónum) eða ódýrara,” segir Ilyas Dogru segir neysluhagfræðingur FDM.