Dísilolían lækkar um fimmkall

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa.jpg

Olíufélögin Atlantsolía, Bensínorkan og Skeljungur lækkuðu nú í morgun verð á dísilolíu um 5 krónur. N1 fylgdi svo í kjölfarið. Ástæðan er sögð lækkun á heimsmarkaðsverði á dísilolíu síðustu daga.

Eftir lækkunina kostar dísilolíulítrinn hjá Orkunni yfirleitt 159,10 krónur. Hjá Skeljungi kostar hann kr. 162,80 og hjá Atlantsolíu kostar lítrinn kr. 159,20.  Bensínverðið er óbreytt.