Dómstóll í Karlsruhe skikkar Volkswagen að greiða bætur
Þýski ríkisdómstóllinn í borginni Karlsruhe komst að þeirri niðurstöðu í dag að þýski bílaframleiðandinn skildi greiða eigendum dísilbíla frá fyrirtækinu bætur.
Volkswagen bílaframleiðandinn var uppvís að því að koma fyrir hugbúnaði í tölvukerfi dísilknúna bílgerða sinna. Búnaðurinn átti að fegra stórlega niðurstöður mengunarmælinga bílanna. Upp komst um málið 2015 og hefur síðan dregið dilk á eftir sér.
Samkvæmt niðurstöðu ríkisdómstólsins í Karlsruhe eiga eigendur umrædra bíla nú kröfu á því að fá kaupverðið að hluta endurgreitt. Niðurstaða dómsins er en eitt áfallið fyrir Volkswagen sem hefur mikið fordæmisgildi og mun ryðja brautina fyrir tugþúsundir annarra mála sem eru í bið í þessu fræga dísilmáli.
Talsmaður Volkswagen sagði að utan Þýskalands væru enn yfir 100.000 kröfur um skaðabætur, þar af 90.000 mál í Bretlandi.