Dregur úr aukningu umferðar á Hringveg
Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 0,7 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mun minni aukning en verið hefur alla jafna síðustu misseri. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem umferð eykst takmarkað eða dregur úr henni að því er fram í tölum frá Vegagerðinni.
Reikna má með að umferðin aukist í ár svipað og að meðaltali og jafnvel undir meðaltalinu ef þessi þróun heldur áfram. Umferð jókst einungis um 0,7% milli ágúst mánaða 2023 og 2024. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð, sem sýnir mjög litla aukningu eða samdrátt.
Meðal umferðaraukning í ágúst milli áranna 2005 og 2023 er 3,3% þ.a.l. er núverandi aukning tæplega 5 sinnum minni en í meðalári. Af þessu má draga þá ályktun að umsvif í þjóðfélaginu séu að minnka. Ef tafla hér að neðan er skoðuð þá sést að umferð eykst einungis í tveimur svæðum af fimm. Suðurland er rétt um landsmeðaltal og við höfuðborgarsvæðið undir.
Þar sem umferðin í ágúst 2023 var met umferð, leiðir núverandi aukning sjálfkrafa til þess að sett var nýtt met í ágústumferð, yfir mælisniðin 16. Nú hefur uppsöfnuð umferð aukist um 3,4%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Það eru fyrst og fremst tvö landssvæði sem halda þessari aukningu uppi, en það eru Suðurland og höfuðborgarsvæðið. Vesturland er rétt yfir núlli.
Í tölunum kemur enn fremur fram að mest er ekið á föstudögum og minnst á laugardögum, þegar uppsöfnuð umferð frá áramótum er skoðuð. Umferð hefur að jafnaði aukist um 4,1%, um helgar, en um 3% á virkum dögum frá áramótum.